Skref1
- Setjið brauðið í stóra skál og hellið ½ dl af matreiðslurjóma yfir. Látið standa í 5 mínútur.
- Myljið fennelfræin í morteli eða með sleif. Setjið út í skálina ásamt nautahakki, timíani, eggi og sítrónuberki. Blandið saman með höndunum. Smakkið til með salti og pipar.
- Mótið síðan bollur úr farsinu. Stærð fer eftir smekk, en ætti að duga í 20 meðalstórar bollur.
- Sáldrið örlitlu hveiti yfir bollurnar og steikið upp úr blöndu af ólífuolíu og smjöri. Setjið í eldfast mót.
Skref2
- Bætið 1 msk. af smjöri á pönnuna sem þið steiktuð kjötbollurnar á. Hrærið hveiti saman við og látið sjóða.
- Hellið matreiðslurjóma út í smátt og smátt og hrærið stöðugt í þar til sósan þykknar. Takið af hitanum og setjið parmesean ost saman við. Hrærið og smakkið til með salti og pipar.
- Hellið sósunni yfir bollurnar og sáldrið mozzarella- og gratínosti yfir.
- Bakið í ofni við 220° í 15-20 mínútur.
- Útbúið hindberjasultu á meðan.
Skref3
- Setjið hindber og sykur í pott á háum hita. Hrærið.
- Látið malla á meðal hita þegar sykurinn er bráðinn, í 10 mínútur eða svo. Setjið þá edikið saman við. Hrærið og látið kólna í skál eða krukku.
- Dreifið smá sultu yfir og berið fram með brauðbollum og afganginum af sultunni.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir