Gott í matinn - grillráð |
||
|
||
Að undirbúa grillið: Mikilvægt er að hita grillið vel með lokinu yfir áður en byrjað er að grilla. Síðan þarf að bursta grindurnar með vírbursta þegar þær eru orðnar vel heitar. Rétt áður en maturinn er settur á grillið er gott að væta eldhúspappír með matarolíu og strjúka yfir grindurnar til að maturinn festist síður við þær. Að grilla við beinan hita: Það er þegar maturinn er settur á grindina beint fyrir ofan logana og feiti og safi lekur ofan á brennarann eða kolin. Logar gjósa þá oft upp og leika jafnvel um matinn og hætta er á að hann brenni ef ekki er höfð gát á. Þessi aðferð hentar einkum fyrir þunnar steikur og annað hráefni sem best er að grilla hratt við háan hita. |
||
Að grilla við óbeinan hita: Það er þegar maturinn er ekki hafður beint yfir loganum heldur til hliðar við hann. Næstum öll gasgrill eru með fleiri en einum brennara, ef það eru þrír brennarar er best að hafa matinn í miðjunni en stilla hliðarbrennarana á meðalhita. Í kolagrilli er kolunum ýtt til hliðanna, álbakki settur ofan í miðjuna og maturinn hafður yfir honum á grind. Þá þurfa ventlar líka að vera opnir til þess að hitinn dreifist betur. |
Kjötstykki | Lítið steikt | Meðalsteikt | Vel steikt |
---|---|---|---|
Lambakjöt | |||
Læri, heilt (óbeinn hiti) | 1 klst. 15 mín | 1 klst. 30 mín | 1 klst. 45 mín |
Læri, úrbeinað og flatt | 25 mín | 30 mín | - |
Lærisneiðar og kótilettur, 2½–3 cm þykkar | 4-5 mín | 6–8 mín | 10–12 mín |
Fillet | 6-8 mín | 8–10 mín | 10–12 mín |
Framhryggjarsneiðar | 6-8 mín | 8–10 mín | 10–12 mín |
Nautakjöt | |||
Nautalund, heil | 30-35 mín | 40–50 mín | - |
Lund eða fillet í 4cm sneiðum | 4 mín | 5–7 mín | - |
T-Bein-steik, entrecote eða Porterhouse í 4cm sneiðum | 6-8 mín | 10–12 mín | 12–14 mín |
Svínakjöt | |||
Svínalund, heil | - | 20–25 mín | 25–30 mín |
Fillet í 2½ cm sneiðum | - | 8–10 mín | 10–12 mín |
Rif (óbeinn hiti) | - | - | 1½–2 klst |
Kjúklingur | |||
Kjúklingur stór, heill | - | - | u.þ.b. 80-90 mín |
Kjúklingur stór, heil útflattur | - | - | u.þ.b. 50-60 mín |
Kjúklingarleggir | - | - | 30mín |
Kjúklingabringur | - | - | 20mín |
Í öllum tilvikum er um að ræða heildargrilltíma og miðað við að kjötinu sé snúið að minnsta kosti einu sinni. Í lokin |