Setjið vatn í pott og látið suðu koma upp.
Setjið eggin varlega ofan í pottinn, gott er að nota matskeið við verkið.
Lækkið hitann.
Eggin eru soðin mislengi eftir því hvernig fólk vill hafa eggin sín, þ.e.a.s. linsoðin eða harðsoðin.
Einnig má setja eggin út í kalt vatn, kveikja undir pottinum og byrja að taka tímann þegar suða kemur upp. Við þessa aðferð þurfa eggin mögulega örlítið styttri suðutíma.
- Linsoðin egg: 6 mínútur
- Meðal soðin egg: 8-9 mínútur
- Harðsoðin egg: 12 mínútur
Kælið eggin undir kaldri vatnsbunu í smá stund.
Góð ráð á eggin: - Mikilvægt er að setja eggin strax í ískalt vatn að lokinni suðu og kæla þau þannig. Annars halda þau áfram að sjóða og rauðan verður grænleit.
- Geyma má harðsoðin egg í allt að vikutíma í ísskáp.
- Setjið nokkur korn af grófu salti í vatnið þannig minnka líkurnar á að egg springi í suðu.
- Það er miserfitt að ná eggjaskurninni af soðnum eggjum, sérstaklega af glænýjum eggjum.
Eftir sem egg eldast myndast loftgöt í skurnina og auðveldar er að ná henni af.
Egg sem geymt eru lengi í ísskáp taka í sig bragð af öðrum matvælum í gegnum þessi loftgöt.
Aldrei má sjóða egg í skurn í örbylgjuofni, en allt í lagi að brjóta egg og setja í skál sem þolir örbylgjueldun. Hræra skal í egginu áður.
Heimild: Leiðbeiningarstöð heimilanna