Skref1
- Hitið ofninn í 180°C.
- Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt, eða í um 5 mínútur.
- Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið.
- Bætið því saman við blönduna ásamt mjólkinni og brædda smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Skafið vel hliðarnar á skálinni inn á milli til þess að allt blandist vel.
- Skiptið deiginu jafnt í 3 vel smurð hringlaga kökuform, um 21 cm að stærð.
- Bakið í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
- Mikilvægt er að kæla botnana alveg áður en kremið er sett á milli.
Skref2
- Hrærið smjör þar til það verður ljós og létt.
- Bætið flórsykrinum saman við, litlu í einu og hrærið vel á milli.
- Blandið rjóma og vanilludropum saman við og hrærið vel.
- Hakkið Oreo kexkökurnar í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar fínmalaðar og blandið þeim saman við kremið. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
Skref3
- Setjið krem á milli botnanna og smyrjið svo alla kökuna með kremi.
- Skreytið með sprautustút 1M frá Wilton og heilum Oreo kexkökum.
- Gott er að taka kökuna úr kæli 1-2 klst. áður en hún er borin fram svo hún verði mjúk og góð.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir