Menu
Amerískar prótein pönnukökur

Amerískar prótein pönnukökur

Jahérna hér! Ég þarf eiginlega ekki að skrifa neitt um þessar pönnukökur nema það að hér er komin frábær uppskrift að amerískum próteinríkum pönnukökum án próteindufts. Hver elskar ekki að byrja daginn á mjúkum og gómsætum pönnukökum, að minnsta kosti ég.

Innihald

1 skammtar
kotasæla (120 g)
haframjöl (40 g)
eggjahvítur (100 g)
lyftiduft
vanilludropar

Aðferð

  • Blandið öllu saman í blandara eða matvinnsluvél og steikið á heitri pönnu.
  • Það er líka hægt að búa til vöfflur úr þessu deigi en það tekur aðeins lengri tíma fyrir þær að bakast í vöfflujárninu heldur en að steikjast á pönnunni.
  • Einföld uppskrift verður að um 6 pönnukökum, en fer þó eftir stærð.
  • Mér finnst þetta hæfilegur skammtur fyrir einn í morgunmat eða hádegismat.
  • Einnig er hægt að nota pönnukökurnar sem brauð ef það verður einhver afgangur.
Aðferð

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með og á hún við 100 g pönnukökum, einföld uppskrift gerir 205 g. Skrá þarf aukalega þar sem sett er ofan á pönnukökurnar, t.d. síróp, ávexti, ber, smjör og ost.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 14,9 g - Prótein: 14,5 g - Fita: 4,5 g - Trefjar: 1,8 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða amerískar prótein pönnukökur.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga