Menu
Ananasfrómas

Ananasfrómas

Sparilegur og pínu gamaldags eftirréttur sem stendur alltaf fyrir sínu.

Innihald

6 skammtar
heil dós niðursoðinn ananas með safanum. Einnig hægt að nota 2 litlar fernur frá Gestus.
egg
sykur
þeyttur rjómi
blöð matarlím

Skref1

  • Þeytið saman egg og sykur þangað til blandan verður létt og ljós.
  • Þeytið því næst rjómann og blandið saman við eggja- og sykurblönduna með sleif.
  • Sigtið ananassafann frá bitunum og hellið út í.

Skref2

  • Bræðið matarlímið í smá ananassafa (best að bræða eitt blað í einu).
  • Hellið saman við rjómablönduna í mjórri bunu og hrærið stöðugt í á meðan.
  • Passið að matarlímið fari ekki sjóðandi heitt út í, aðeins vel volgt. Það má ekki vera farið að stífna.

Skref3

  • Þið getið annað hvort hellt öllu í eina stóra skál eða nokkrar litlar.
  • Látið stífna í kæli yfir nótt.

Höfundur: Tinna Alavis