Hamborgarhryggur
- Setjið hrygginn í pott með köldu vatni og látið vatnið fljóta vel yfir kjötið. Þeir sem vilja geta bætt út í vatnið einu lárviðarlaufi og 2–3 negulnöglum.
- Látið suðuna koma rólega upp. Látið beinlausa hrygginn sjóða við vægan hita í minnst 55 mínútur en hrygginn með beininu um 75 mínútur.
- Látið kjötið standa í pottinum í 15 mínútur.
- Á meðan er ofninn hitaður í 250°C.
- Setjið hrygginn í ofnskúffu ásamt örlitlu vatni.
- Blandið sinnepinu saman við apríkósusultuna og brædda smjörið og þekið allan hrygginn með hjúpnum.
- Bakið hrygginn í 10–15 mínútur í miðjum ofninum. Gætið þess að gljáinn brenni ekki, ef hann fer að dökkna mikið á stöku stað má leggja álpappír þar yfir.
- Gott er að láta kjötið jafna sig í 10–15 mínútur áður en það er skorið í sneiðar.
Madeira sósa
- Bræðið smjörið í stórum potti og stráið hveitinu yfir.
- Hrærið stöðugt í þar til jafningurinn er aðeins farinn að brúnast.
- Hellið þá síuðu soði smátt og smátt saman við og hrærið vel á meðan.
- Bætið Madeiravíninu við ásamt kraftinum og matreiðslurjómanum.
- Látið malla í minnst 5–8 mínútur.
- Þykkið sósuna eftir smekk með sósuþykki.
Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir