Menu
Aspasbaka með beikoni og rjómaosti

Aspasbaka með beikoni og rjómaosti

Hér er á ferðinni einstaklega góð baka með glænýjum rjómaosti með karamellíseruðum lauk. Þessa verðið þið að prófa!

Innihald

8 skammtar

Botn:

hveiti (heilhveiti eða gróft spelt og hveiti til helminga)
salt
kalt smjör skorið í litla bita
vatn

Fylling:

sneiðar beikon, skornar smátt
skallottulaukar, smátt saxaðir (2-3)
krukka eða dós aspas
egg
rjómi frá Gott í matinn
rifinn bragðmikill ostur eins og Óðals Tindur eða Óðals ostur
rjómaostur með karamelliseruðum lauk
sinnepsduft (eða 1 tsk. dijon sinnep)
salt og pipar

Botn

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður.
  • Blandið smjörinu saman við hveitið með fingrunum þannig að það verði að mylsnu. Blandið vatninu vel saman við og hnoðið aðeins saman.
  • Setjið í lausbotna bökuform eða eldfast mót og þrýstið í botninn og aðeins upp á hliðarnar.
  • Gatið botninn með gaffli á nokkrum stöðum og forbakið í 15 mínútur.

Fylling

  • Steikið beikonið þar til stökkt. Bætið þá lauknum á pönnuna og steikið áfram þar til laukurinn er mjúkur. Takið til hliðar.
  • Pískið saman egg, rjóma, 3 msk. rjómaost, rifinn ost, sinnep og salt og pipar eftir smekk. Skerið aspasinn smátt og blandið saman við en skiljið toppana eftir til að skreyta bökuna með. Hellið beikoninu og lauknum saman við.
  • Hellið fyllingunni í bökuskelina. Toppið með aspas og litlum doppum af rjómaosti.
  • Bakið í 30 mínútur og berið fram volga eða við stofuhita.
Fylling

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir