Menu
Avókadó og mozzarella skálar

Avókadó og mozzarella skálar

Avocado, tómatar og mozzarellakúlur smellpassa saman og smakkast ómótstæðilega vel. Svo er þessi framsetning á réttinum líka svo skemmtileg og tilvalin í brunchinn.

Innihald

4 skammtar
avókadó
niðurskornir kirsuberjatómatar
niðurskornar ferskar mozzarellakúlur
óreganó
balsamikgljái
góð ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar
fersk basilíka

Aðferð

  • Skerið avókadóin í tvennt og takið hvert og eitt úr hýðinu. Geymið hýðin.
  • Skerið avókadóið í litla bita og setjið í skál.
  • Skerið tómata og mozzarellakúlur í helminga eða fernt og bætið út í skálina ásamt óreganó, balsamik ediki og ólífuolíu.
  • Smakkið til með smá salti og pipar.
  • Skiptið avókadóblöndunni jafnt á milli hýðanna fjögurra, skreytið með smá basilíku og balsamikgljáa og berið fram.