Menu
Baka með tómötum og Óðals Búra

Baka með tómötum og Óðals Búra

Þessi tómatbaka lítur kannski ósköp venjulega út, en maður minn hvað hún er góð! Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vera pínulítið hógvær. Vitandi að ég segi alltaf að þið verðið að prófa uppskriftir, þá meina ég það núna af öllu hjarta.

Hún er líka tiltölulega einföld í matreiðslu og ætti að vera á allra færi.

Innihald

6 skammtar
smjördeig
egg
stórir vel þroskaðir tómatar og nokkrir litlir kirsuberjatómatar
skallottulaukar, skornir í þunnar sneiðar
ferskt timían eða 1 tsk. þurrkað
smjör
Óðals Búri, rifinn
Goðdala Tindur eða parmesan ostur, rifinn
dijon sinnep
sjávarsalt í flögum og nýmalaður svartur pipar

Skref1

  • Hitið ofn í 190 gráður með blæstri.
  • Leggið smjördeigið í lausbotna pæ- eða kökuform og gætið þess að þekja vel botninn og upp á hliðarnar.
  • Stingið með gaffli mörg göt í botninn og penslið með pískuðu eggi. Bakið í 15 mínútur.

Skref2

  • Skerið tómatana í sneiðar og setjið í skál, stráið 2 tsk. af salti yfir tómatana, blandið saman og látið liggja í skálinni í amk. 10 mínútur.

Skref3

  • Steikið laukinn á pönnu við meðalhita þar til hann mýkist.
  • Kryddið með salti, pipar og timían.
  • Steikið í um það bil 10 mínútur eða þar til hann dekkist aðeins.

Skref4

  • Smyrjið botninn á bökuðu smjördeiginu með Dijon sinnepinu, stráið því næst ostinum jafnt yfir og svo steiktum lauknum.

Skref5

  • Hellið umfram vatninu af tómötunum og leggið þá á eldhúspappír og þerrið vel.
  • Raðið tómötunum svo fallega yfir ostinn og laukinn og stráið smá timían yfir.

Skref6

  • Lækkið hitann á ofninum í 170 gráður og bakið í 45 mínútur, eða þar til smjördeigið er fallega gyllt og tómatarnir vel bakaðir.
  • Berið fram strax, bakan er líka mjög góð við stofuhita.
Skref 6

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir