Í stað þess að baka heilan ost snýst þessi uppskrift um að setja saman osta til að baka og hafa góðgæti sem gleður ofan á. Hér kemur dásamlega góð samsetning sem gott er að setja ofan á en neðst í uppskriftinni er önnur og öðruvísi útgáfa sem einnig er ómótstæðilega góð.
Hugmyndir að ostum sem má nota í þennan rétt: Camembert, Stóri Dímon, Ljótur, allir Bríe-ostar, Gullostur, Auður og svo má lengi telja. Hér er um að gera að velja sína uppáhalds Dalaosta og setja þá saman í réttinn svo hann fái í sig einstakt bragð. Miðað við magntölur í þessari uppskrift þá þarf einn og hálfan ost.
Dala Camembert | |
Stóri Dímon | |
plötur smjördeig, látnar þiðna | |
apríkósusulta | |
balsamedik | |
hunang | |
hunangshnetur, aðeins saxaðar | |
pekanhnetur, aðeins saxaðar | |
þurrkuð trönuber | |
þurrkaðar aprikósur, skornar smærra | |
stilkar ferskt rósmarín | |
salt | |
chillíflögur |
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir