Menu
Bakaður Dímon

Bakaður Dímon

Það þekkja margir ostaunnendur Stóra Dímon, virðulega ostinn í viðaröskjunni, enda gefur vel valið hlutfall milli hvít- og blámyglu honum bæði einkennandi útlit og einstakt bragð. Nú hefur bróðir hans litið dagsins ljós og er gaman að segja frá því að Litli Dímon er mættur á svæðið og þykir okkur fátt betra en að baka þessa góðu bræður með hunangi og fleira góðgæti.

Innihald

1 skammtar
Stóri Dímon eða Litli Dímon
saxaðar valhnetur
saxaðar döðlur
hunang
ólífuolía
saxað ferskt rósmarín
sjávarsalt

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
  • Takið ostinn úr umbúðum og setjið í eldfast mót.

Skref2

  • Setjið hnetur, döðlur, hunang, olíu, rósmarín og smá sjávarsalt saman í skál og blandið vel saman.
  • Skerið nokkrar grunnar rifur í ostinn og toppið hann með hnetublöndunni.

Skref3

  • Bakið í ofni: 15 mínútur fyrir Litla Dímon eða 20 mínútur fyrir Stóra Dímon eða þar til hneturnar eru gullinbrúnar og osturinn orðinn vel mjúkur.
  • Berið ostinn fram heitan með góðu kexi.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir