Menu
Bakaður fiskur með Goðdala osti og aspas

Bakaður fiskur með Goðdala osti og aspas

Fljótlegur og hollur kvöldmatur sem þarf einungis að elda í 15 mínútur. Hægt er að nota hvaða hvíta fisk sem er og einnig velja sér sinn uppáhalds Goðadala ost til þess að setja á fiskinn. 

Uppskriftin fyrir 2-4.

Innihald

2 skammtar
þorskur
Vesturós Goðdala ostur
ítölsk kryddblanda
pipar
sjávarsalt
steinselja, smátt skorin
hvítlauksgeirar
ólífuolía
sítróna
ferskur aspas

Skref1

  • Hitið ofninn í 200 gráður og setjið fiskinn í eldfast mót.
  • Rífið niður ostinn með rifjárni og blandið honum saman við ítalska kryddblöndu, pipar, salt, steinselju og rifinnhvítlauk.
  • Hrærið öllu vel saman.

Skref2

  • Skolið aspasinn og brjótið neðst af honum.
  • Raðið honum meðfram fisknum í eldfasta mótið.
  • Setjið ólífuolíuna yfir fiskinn og aspasinn.
  • Setjið ostablönduna yfir allan fiskinn svo blandan þeki hann alveg.

Skref3

  • Skerið niður hálfa sítrónu og raðið henni yfir aspasinn ásamt smá sjávarsalti.
  • Bakið í 15 mínútur eða þar til fiskurinn er orðinn full eldaður.
  • Gott er að kreista ferska sítrónu yfir fiskinn.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir