Menu
Bakaður ostakubbur með hunangi, chili og sesamfræjum

Bakaður ostakubbur með hunangi, chili og sesamfræjum

Ostakubbur er eitt af því sem ég á alltaf í ísskápnum og nota nánast daglega. Í salöt, með eggjum, í kjúklinga- og fiskrétti og svo er frábært að baka hann. Að þessu sinni velti ég honum upp úr ólífuolíu, chili og hunangi og baka með sesamfræjum. Algjörlega stórkostlegt og frábær smáréttur!

Innihald

1 skammtar
ostakubbur frá Gott í matinn
ólífuolía
hunang
chiliflögur eftir smekk eða chiliolía
sesamfræ (1-2 msk.)

Aðferð

  • Hitið ofn og kveikið á grillinu í 250 gráður.
  • Takið ostakubbinn úr umbúðunum og þerrið aðeins með pappír.
  • Leggið ostinn í eldfast mót. Hellið olíu, hunangi og chili yfir og veltið ostinum upp úr blöndunni.
  • Stráið sesamfræjum yfir og bakið í miðjum ofni þar til osturinn mýkist og er gullinbrúnn.
  • Berið ostinn fram heitan með kexi eða brauði.
Aðferð

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir