Menu
Banana múffur með hnetusmjöri og súkkulaði

Banana múffur með hnetusmjöri og súkkulaði

Hollari banana múffur með grískri jógúrt, hnetusmjöri og súkkulaði. Hentar vel sem millimál og þá sérstaklega fyrir börnin þar sem auðvelt er að grípa þær með sér t.d. fyrir æfingar. Hægt er að bæta við vanillupróteini eða próteini án bragðs fyrir þau sem vilja bæta próteini í múffurnar. Þá er best að skipta út 50 g af hveiti fyrir sömu grömm af próteini.

Innihald

12 skammtar
bananar
smjör
hunang
agave síróp
hnetusmjör
egg
grísk jógúrt frá Gott í matinn
hveiti
grófir hafrar
kanill
sjávarsalt
matarsódi
dökkt súkkulaði

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður (með blæstri) og raðið pappírs muffinsformum í bökunarform.
  • Bræðið smjör og setjið í skál ásamt stöppuðum bönunum, hunangi, sírópi, hnetusmjöri, eggjum og grískri jógúrt og hrærið með sleif eða hræru þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref2

  • Blandið saman hveiti, höfrum, kanil, salti og matarsóda og hrærið saman.
  • Blandið hveitiblöndunni saman við hitt og hrærið með sleif eða hræru þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Saxið súkkulaðið gróflega niður og setjið saman við.

Skref3

  • Gott er að nota ísskeið til þess að mæla hversu mikið deig fer í hvert form svo þær séu allar jafn stórar.
  • Fyrir ykkur sem viljið aðeins extra er gott að setja smá hnetusmjör ofan á hverja köku og auka súkkulaðibita.
  • Bakið í rúmar 15 mínútur eða þar til kökurnar eru fullbakaðar.
  • Kökurnar geymast vel í 3-4 daga í lokuðu íláti.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir