Menu
Bananabrauð

Bananabrauð

Þetta bananabrauð hefur verið gert ótal sinnum á okkar heimili. Ef tveir eða fleiri bananar verða brúnir í ávaxtaskálinni kallar það aðeins á eitt og það er bananabrauðsbakstur. Einnig gerum við yfirleitt tvöfalda uppskrift þar sem bananabrauð með smjöri og osti er sniðugt nesti í skólann eða ferðalagið.

Innihald

1 skammtar
sykur
púðursykur
egg
brætt smjör (kælt örlítið)
þroskaðir bananar (2-3 stk.)
vanilludropar
hveiti
lyftiduft
matarsódi
salt
kanill

Skref1

  • Hitið ofninn í 175°C.
  • Þeytið saman sykur og egg þar til létt og ljóst.
  • Bræðið smjörið og stappið bananana, setjið saman við eggjablönduna ásamt vanilludropunum.

Skref2

  • Næst er öllum þurrefnum blandað saman í skál og þau sett saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.
  • Setjið í vel smurt brauðform og bakið í um 45 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út eða með smá kökumylsnu á endanum (ekki blautu kökudeigi).
  • Berið fram með smjöri og osti.
Skref 2

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir