Menu
Bananabrauð með súkkulaðibitum

Bananabrauð með súkkulaðibitum

Það mætti ef til vill segja að verið væri að bera í bakkafullan lækinn að koma fram með enn eina uppskriftina að bananabrauði. Internetið er svo sannarlega fullt af þeim. En þá er líka eins gott að uppskriftin sé góð og ætti þessi ekki að valda vonbrigðum.

Hér er á ferðinni sannkallað spari bananabrauð næstum bananakaka, fullt af gómsætu dökku súkkulaði og svo mjúkt og gott að það er jafnvel enn betra daginn eftir að það er bakað. Þið verðið að prófa!

Innihald

8 skammtar
Hveiti
Hvítur sykur
Púðursykur
Matarsódi
Lyftiduft
Kanill
Saxað dökkt súkkulaði
Salt
Stórir bananar, stappaðir
Egg
Smjör, brætt
Vanilluextract

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
  • Smyrjið stórt brauðform eða þekjið með smjörpappír.

Skref2

  • Pískið saman í stórri skál, hveiti, sykri, púðursykri, matarsóda, lyftidufti, kanil og salti.
  • Hrærið söxuðu súkkulaðinu saman við.

Skref3

  • Stappið bananana í annarri skál og hrærið saman við þá eggjunum, bræddu smjöri og vanillu.

Skref4

  • Hellið bananablöndunni út í þurrefnin og blandið hægt og rólega saman.
  • Gætið þess að hræra ekki of mikið, bara þannig að blandan er nánast alveg komin saman.

Skref5

  • Hellið í formið og bakið neðarlega í ofni í um það bil 50 mínútur eða þar til bakað í gegn.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir