Menu
Bananamúffur með kanil

Bananamúffur með kanil

Léttar og góðar bananamúffur sem smellpassa með sunnudagskaffinu, í afmælið eða sem nesti fyrir ferðalagið.

Innihald

14 skammtar

Bananamúffur

Hveiti
Lyftiduft
Matarsódi
Kanill
Salt
Vel þroskaðir bananar
Sykur
Egg
Vanilludropar
Smjör

Toppur

Sykur
Kanill

Skref1

  • Stillið ofninn á 180 gráður, setjið muffinsform ofan í bökunarform og setjið á ofnplötu.

Skref2

  • Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið vel.

Skref3

  • Setjið banana, sykur, egg, vanilludropa og bráðið smjör saman í skál og hrærið vel saman.

Skref4

  • Blandið þurrefnunum varlega saman við og hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman.
  • Passið ykkur að hræra alls ekki of mikið svo kökurnar verði ekki seigar.

Skref5

  • Setjið deigið í bökunarformin, um 2 msk. í hvert form.
  • Stráið 1 msk. af kanilsykri yfir hverja köku og hrærið honum saman við með tannstöngli.

Skref6

  • Bakið kökurnar í 15 mínútur.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir