Skref1
- Hitið ofn í 200 gráður.
- Takið pönnu sem má fara í ofn og hitið við háan hita. Ef þið eigið ekki pönnu sem má fara í ofn má vel gera pizzuna með hefðbundnum hætti á bökunarplötu.
Skref2
- Brúnið hakkið, hellið tómötum yfir, ásamt BBQ sósu og kryddi.
- Smakkið til með salti og pipar.
- Leyfið þessu að malla í 10 -15 mínútur eða þar til mest allur vökvinn er farinn af pönnunni.
- Þegar hakkið er tilbúið færið það þá yfir í skál og þurrkið aðeins af pönnunni með eldhúspappír.
Skref3
- Leggið pizzabotninn í pönnuna og aðeins upp á hliðarnar.
- Setjið helminginn af ostinum beint á botninn og piprið.
- Setjið hakkið þar ofan á og toppið svo með restinni af ostinum og piprið.
- Skerið rauðlauk í hringi og raðið þeim efst.
- Bakið í ofni í 15 mínútur.
Skref4
- Takið pizzuna úr ofninum, toppið með bbq sósu og ferskum kóríander eða steinselju.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir