Menu
Besta granóla uppskriftin

Besta granóla uppskriftin

Ab-mjólk er ómissandi hluti af deginum hjá mörgum og toppurinn er án efa að bera hana fram með heimagerðu múslí. Hér hafið þið bestu granóla uppskriftina að mínu mati og ég vona að þið prófið sjálf.

Innihald

1 skammtar
haframjöl
möndluflögur
salt
kanill
ólífuolía
hunang (0,5-1 dl)
vanillu extract
þurrkuð trönuber
þurrkaðar apríkósur, saxaðar

Meðlæti

AB mjólk frá MS
fersk ber, kíví eða aðrir ávextir

Skref1

  • Hitið ofn í 160 gráður með blæstri.
  • Setjið haframjöl og möndluflögur í stóra skál ásamt salti og kanil.
  • Pískið saman hunangi, ólífuolíu og vanillu extract og hellið yfir og blandið öllu vel saman.

Skref2

  • Bakið í 30 mínútur en gætið þess að hræra í blöndunni einu sinni eða tvisvar svo hún bakist jafnt.
  • Takið úr ofninum og hrærið þurrkuðum ávöxtum saman við og látið alveg kólna.
  • Berið fram með AB mjólk og ávöxtum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir