Menu
Bestu súkkulaðibitakökurnar

Bestu súkkulaðibitakökurnar

Þunnar, stökkar í köntunum og mjúkar í miðjunni.

Innihald

1 skammtar
hveiti
salt
matarsódi
egg
mjólk
vanilluextract
smjör, mjúkt
sykur
púðursykur
súkkulaðibitar

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.

Skref2

  • Hrærið saman hveiti, salti og matarsóda og setjið til hliðar.
  • Hrærið saman mjólk, eggi og vanillu í annarri skál.
  • Þeytið smjörið og sykurinn þar til ljóst og létt og bætið eggjamjólkinni út í. Blandið vel saman.
  • Bætið þurrefnunum varlega saman við ásamt súkkulaðibitunum og hrærið vel saman.

Skref3

  • Setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Hver kaka er um 1 msk. af deigi.
  • Gætið þess að hafa nóg bil á milli og bakið í um 13 mínútur.
  • Takið af plötunni og látið kólna á grind.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir