Menu
Biscotti með dökku súkkulaði og möndlum

Biscotti með dökku súkkulaði og möndlum

Þessar eru unaðslegar með heitu kakói eða kaffi. Gott er að dýfa þeim ofan í til að mýkja þær aðeins upp. 

Innihald

25 skammtar
smjör við stofuhita
sykur
púðursykur
skyndikaffiduft
egg
hveiti
lyftiduft
sjávarsalt
kanill
möndlur
dökkt súkkulaði

Skref1

  • Hitið ofninn í 170 gráður.
  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.

Skref2

  • Hrærið smjör, sykur, púðursykur og kaffi saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið eggjum saman við, einu í senn og hrærið vel.
  • Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kanil saman í skál og blandið saman við deigið og hrærið varlega.
  • Grófsaxið möndlur og súkkulaði og setjið saman við deigið og hrærið varlega þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

Skref3

  • Setjið hveiti á eldhúsbekkinn eða bretti og hnotið deigið léttilega svo það festist saman.
  • Skiptið deiginu í 3 bita og formið sívala hleifa úr því, um 10 cm á breidd og setjið á bökunarplötuna.
  • Bakið í 25 mínútur.

Skref4

  • Takið hleifana út úr ofninum og látið þá standa í 10 mínútur.
  • Skerið hleifana í um 2 cm þykkar sneiðar og leggið á plötuna með sárið upp.
  • Bakið í 10 mínútur.
  • Snúið kökunum við á hina hliðina og bakið í aðrar 10 mínútur.
  • Kælið kökurnar.
  • Kökurnar eiga að vera stökkar og góðar.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir