Grillaður bjór kjúklingur
- Kjúklingurinn er skolaður og lítil göt gerð undir skinnið á honum, í götin er stungið einni sneið af sítrónu, einni grein af thyme og einni af rósmarín.
- Bjórinn opnaður og dósinni er komið fyrir inn í kjúklingnum til að gufusjóða kjúlinginn að innan með bjór.
- Kjúklingurinn er nuddaður með olíu og kryddaður með salti og svörtum pipar.
- Grillið er hitað og kjúklingurinn settur á það þannig að hann standi uppréttur. Grilltími fer eftir stærð en yfirleitt um 1,5 klst.
- Gott getur verið að hafa álpappír vafinn um fuglinn fyrstu 15-25 mínúturnar.
Kartöflusalat með chilli og graslauk
- Kartöflurnar eru soðnar heilar í vatni, síðan eru þær sigtaðar og kældar.
- Hver kartafla er skorin í fjóra bita.
- Skarlottu laukurinn er skrældur og skorinn fínt niður, chillíinn er einnig saxaður fínt, graslaukurinn er saxaður og blandaður við skarlottinn og chillíinn.
- Að lokum er sýrðum rjóma og hunangi blandað saman við og börkur af ½ sítrónu raspaður út í.
- Smakkað er til með smá sítrónu safa, salti og pipar.
Fylltir sveppir með osti og beikoni
- Stilkurinn af sveppunum er hreinsaður úr.
- Beikonkurlið er steikt á pönnu þar til að það er orðið stökkt.
- Beikoninu er skipt jafnt ofan í sveppina og ostur er skorinn smátt og sett ofan á beikonið.
- Kryddað með salti og pipar og grillað í 10-15 mínútur.
Köld ostasósa
- Mjólkin er hituð í potti upp að suðu, ostinum er bætt við og pískað saman eða tekið með töfrasprota.
- Krydduð til með salti og pipar og síðan kæld.
Höfundur: Ungkokkar, Klúbbur matreiðslumeistara