Menu
Bláberja möffins með grískri jógúrt og stökkum toppi

Bláberja möffins með grískri jógúrt og stökkum toppi

Dásamlega mjúkar og ljúffengar möffins.

Ég mæli með að nota stór fersk bláber í þessar kökur til að fá sem fallegasta útkomu en að sjálfsögðu en er einnig hægt að nota frosin.

Innihald

1 skammtar
hveiti
matarsódi
lyftiduft
salt
sykur
brætt smjör
egg
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
vanillu extract eða vanilludropar
fersk bláber
Grófur sykur eða perlusykur til að strá yfir kökurnar

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður.
  • Klæðið muffins mót að innan með pappírsformum.

Skref2

  • Hrærið saman í stórri skál hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti.
  • Pískið saman í annarri skál sykri, smjöri, eggi, jógúrti og vanillu.
  • Takið 1 dl af bláberjum og setjið til hliðar.
  • Blandið um það bil 1 msk. af hveiti saman við afganginn af bláberjum.
  • Hellið eggjablöndunni saman við þurrefnin og blandið lauslega saman, bætið þá bláberjunum saman við (fyrir utan 1 dl) og hrærið þessu varlega saman.
  • Það er allt í lagi þó deigið sé örlítið kekkjótt, þannig verða kökurnar bara betri.

Skref3

  • Skiptið deiginu í um það bil 12-16 möffinsform.
  • Toppið hverja köku með 2-3 bláberjum og stráið að lokum 1/2 tsk. af grófum hrásykri eða perlusykri ofan á hverja köku.
  • Bakið í miðjum ofni í um það bil 20 mínútur.
  • Athugið að auka aðeins við baksturstímann ef þið notið frosin bláber.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir