Menu
Bláberjabrauð með glassúr

Bláberjabrauð með glassúr

Er þetta brauð eða er þetta kaka? Það breytir ekki öllu því það eina sem skiptir máli er að útkoman er dásamleg. Við mælum að sjálfsögðu með glasi af ískaldri mjólk með.

Innihald

12 skammtar
hveiti
lyftiduft
salt
smjör
sykur
Börkur af einni sítrónu
egg
vanilludropar
sýrður rjómi frá Gott í matinn
mjólk
bláber, fersk eða frosin

Glassúr:

flórsykur
sítrónusafi

Bláberjabrauð

  • Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír inn í ílangt formkökuform.
  • Bræðið smjör og hrærið því saman við sykur og börk af einni sítrónu.
  • Bætið eggjum og vanilludropum saman við og hrærið vel. Setjið sýrða rjómann saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál og blandið því saman.
  • Bætið þurrefnum saman við smátt og smátt í einu ásamt mjólkinni og hrærið saman með sleif.
  • Bætið því næst bláberjum saman við og hrærið rólega með sleif.
  • Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í 60 mínútur. Gott er að setja álpappír yfir brauðið eftir um 30 mínútur af bakstri svo að brauðið brenni ekki að ofan. Brauðið er tilbúið þegar tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju brauðsins.
  • Kælið brauðið alveg áður en þið setjið glássurinn.

Sítrónuglassúr

  • Blandið flórsykri og sítrónusafa saman og hrærið þar til hann er orðinn sléttur og fínn.
  • Setjið hann á brauðið með skeið. Ef glassúrinn er of þykkur þá bæti þið sítrónusafa saman við.
Sítrónuglassúr

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir