Það er fátt sem jafnast á við heimatilbúinn ís og sumarið er svo sannarlega tíminn fyrir ferskan og góðan bláberjaís. Þessi uppskrift gerir um einn og hálfan lítra og ef þið rekist á ísform í næstu verslun mælum við eindregið með að eiga þau til þegar ísinn er útbúinn. Annars má að sjálfsögðu bera ísinn fram í skálum, glösum eða á hvaða hátt sem er.
frosin bláber | |
sykur | |
sítrónusafi | |
egg | |
sykur | |
rjómi frá Gott í matinn | |
grísk jógúrt frá Gott í matinn | |
vanilludropar |
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir