Menu
Blaut súkkulaðikaka með dumle karamellukremi og rjóma

Blaut súkkulaðikaka með dumle karamellukremi og rjóma

Æðislega góð blaut súkkulaðikaka sem bráðnar í munni og tekur ekki langan tíma að útbúa. Kakan er guðdómlega góð með þeyttum rjóma eða ís.

Innihald

10 skammtar

Blaut súkkulaðikaka:

smjör
súkkulaði 70%
sykur
egg
hveiti

Karamellukrem:

Dumle karamellur
rjómi frá Gott í matinn

Blaut súkkulaðikaka

  • Hitið ofn í 170° - yfir og undir hita.
  • Smjör og súkkulaði er brætt saman í potti við lágan hita.
  • Á meðan fara egg og sykur í hrærivél og þeytt vel þar til blandan er orðin ljós og létt.
  • Hveitið fer næst út í eggjablönduna og síðast er súkkulaðibráðinni hrært varlega saman við.
  • Deigið er sett í smurt smelluform og bakað í miðjum ofni í 30-35 mínútur.
  • Kakan er þá tekin út og látin kólna aðeins áður en hún er tekin úr forminu.

Karamellukrem

  • Rjómi og karamellur eru bræddar í potti við vægan hita.
  • Kreminu er svo smurt yfir kökuna.
Karamellukrem

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir