Menu
Blaut súkkulaðikaka með marengskremi

Blaut súkkulaðikaka með marengskremi

Innihald

12 skammtar

Kaka innihald

smjör við stofuhita
sykur
dökkur púðursykur
egg
hveiti
kakó
lyftiduft
salt
súrmjólk
sterkt kaffi
vanilludropar

Krem innihald

eggjahvítur
sykur
smjör við stofuhita
salt
fræ úr einni vanillustöng

Skraut

grófsaxað súkkulaði

Skref1

  • Stillið ofninn á 180 gráður og smyrjið tvö meðalstór hringlaga form að innan.
  • Hrærið smjör og sykur vel saman.
  • Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið vel á milli.
  • Blandið hveiti, lyftidufti, kakói og sykri saman í skál og hrærið.
  • Bætið hveitiblöndunni saman við deigið smátt og smátt í einu ásamt súrmjólkinni og kaffinu.
  • Setjið því næst vanilludropa saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Skiptið deiginu jafnt milli tveggja hringlaga forma og bakið í rúmlega 30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á.

Skref2

  • Setjið eggjahvítur og sykur saman í skál og hitið yfir heitu vatnsbaði.
  • Passið að láta skálina ekki liggja ofan í vatninu heldur aðeins fyrir ofan.
  • Hrærið stanslaust þar til sykurinn hefur leysts alveg upp og blandan hefur náð rúmum 160 gráðu hita.
  • Takið blönduna af vatnsbaðinu og hrærið í hrærivél á miklum hraða í rúmar 10 mínútur eða þar til kremið er orðið stíft eins og marengs og stendur sjálft.
  • Skerið smjörið niður í litla bita og setjið þá hægt og rólega saman við kremið, hrærið vel á milli.
  • Hræra þarf kremið mjög vel eða þar til það stendur sjálft líkt og marengs.
  • Til þess að kremið verði það stíft gæti þurft að hræra kremið í 10 til 15 mínútur. Ef ykkur finnst kremið ekki orðið nægilega stíft eftir þann tíma þarf hreinlega að hræra lengur.
  • Blandið fræjum úr einni vanillustöng saman við ásamt salti.

Skref3

  • Smyrjið kreminu á milli botnanna og yfir alla kökuna.
  • Skreytið með grófsöxuðu súkkulaði.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir