Rauðrófur eru eitt það allra jólalegasta í mínum huga. Fyrir utan það að gefa dásamlegan lit þá eru þær góðar fyrir alla og sérstaklega þá sem eru að æfa mikið, algjör ofurfæða. Talið er að rauðrófur geti hjálpað til við að lækka blóðþrýsting og minnkað bólgur í líkamanum. Rauðrófur eru stútfullar af trefjum, vítamínum og steinefnum. Svo er einfaldlega gaman að borða allt sem er bleikt og fallegt. Þessi réttur er bæði fljótlegur og einfaldur, akkúrat það sem við þurfum í desember.
forsoðnar rauðrófur (1-2 eftir stærð) | |
kotasæla | |
kjúklingabaunir (1 dós) | |
safi úr einni sítrónu | |
hvítlauksrif | |
kúmín | |
• | pipar og smá salt |
pastavatn | |
pasta | |
ferskur íslenskur burrata | |
• | fersk basilíka (má sleppa) |
Höfundur: Helga Magga