Menu
Blómkáls- og blaðlaukssúpa

Blómkáls- og blaðlaukssúpa

Mér fannst tilvalið að prófa að tvinna saman tvær dásamlegar súpur blómkálssúpu og blaðlaukssúpu og útkoman var virkilega bragðgóð súpa. Báðar súpurnar eru mildar á bragðið en finnst þær svo fullkomnar á köldum degi með smá brauði.

Svo ef ykkur finnst blómkálssúpa góð þá mæli ég með að breyta til og prófa þessa - ég er nokkuð viss um að þið verðið ekki svikin.

Innihald

4 skammtar
blómkál
vatn
blaðlaukur
smjör
hveiti
kjötkraftur
rjómi frá Gott í matinn
sojasósa
salt
pipar eftir smekk
góð ólífuolía
brauð

Skref1

  • Skerið blómkálið í bita og setjið í pott ásamt lítra af vatni.
  • Leyfið suðunni að koma upp og lækkið undir og leyfið að sjóða í u.þ.b. 10 mín.
  • Skerið þá blaðlaukinn niður í sneiðar og setjið í annan pott.
  • Bætið smjörinu saman við og steikið saman á miðlungshita í 2-3 mín.
  • Bætið þá hveitinu saman við og hrærið vel saman.

Skref2

  • Bætið dl í einu af blómkáls vatninu saman við laukinn og hrærið vel í, bætið 2-3 dl í viðbót áður en krafti, rjóma og sojasósu er bætt saman við.
  • Hrærið vel saman og blandið restinni af vatninu við súpuna ásamt helmingnum af blómkálinu.

Skref3

  • Notið töfrasprota til þess að mauka saman súpuna og bætið restinni af blómkálinu saman við ásamt salt og pipar.
  • Gott er að bera fram með góðri olíu, brauði og ykkar uppáhalds áleggi.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir