Menu
Blómkálsgratín með hvítlauks- og ostasósu - Ketó

Blómkálsgratín með hvítlauks- og ostasósu - Ketó

Einstaklega góð ketó uppskrift sem hentar bæði sem aðalréttur eða meðlæti. Njótið!

Innihald

1 skammtar
stórt höfuð blómkál, skorið í litla bita
rjómi frá Gott í matinn
rjómaostur með kryddblöndu
rifinn Óðals Tindur eða annar bragðmikill Óðalsostur
rifinn parmesan ostur
hvítlauksrif, smátt saxað
múskat
vorlaukar, smátt saxaðir (3-4)
grænmetiskraftur eða 1 grænmetisteningur
Salt og pipar
Vorlaukur til að skreyta með, má sleppa

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.

Skref2

  • Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri og setjið blómkálsbitana ofan í.
  • Hellið rjómanum í pott ásamt hvítlauk, rjómaosti og rifnum osti en geymið dálítið af rifna ostinum til að strá yfir fyrir bakstur.
  • Hitið við meðalhita og hrærið í af og til þar til osturinn er bráðnaður.
  • Kryddið með múskati, grænmetiskrafti og salti og pipar.
  • Hellið ostasósunni yfir blómkálið og stráið dálitlum rifnum osti yfir.

Skref3

  • Bakið í 30-40 mínútur eða þar til blómkálið hefur mýkst og osturinn er gullinbrúnn.
  • Gott er að strá smátt söxuðum vorlauk yfir áður en gratínið er borið fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir