Menu
Blómkálsmús með sýrðum rjóma og vorlauk - Ketó

Blómkálsmús með sýrðum rjóma og vorlauk - Ketó

Frábær ketó uppskrift sem er gott sem meðlæti með rjómalöguðum dijon kjúklingi.

Innihald

4 skammtar
stórt höfuð blómkál, skorið niður og stilkurinn fjarlægður
smjör
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
vorlaukar (3-4), smátt saxaðir
Salt og pipar

Skref1

  • Setjið blómkálið í pott og hellið vatni yfir.
  • Hleypið suðunni upp og sjóðið þar til eldað í gegn og mjög mjúkt, eða í um 10-15 mínútur.

Skref2

  • Hellið þá vatninu af og látið blómkálið standa í opnum pottinum á hellu með vægum hita í 5 mínútur eða þannig að allt vatn gufi alveg upp.

Skref3

  • Setjið smjörið út í og maukið blómkálið með töfrasprota.

Skref4

  • Kryddið með salti og pipar.
  • Bætið vorlauknum og sýrðum rjóma saman við og smakkið til.
Skref 4

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir