Menu
Blómkálssúpa

Blómkálssúpa

Ofnbakað blómkál er mikið útbúið á mínu heimili og ákvað ég því að útbúa súpu úr því um daginn því það er fátt betra en góð súpa á haustdögum. Þessi sló í gegn og ég mæli svo sannarlega með.

Innihald

4 skammtar
blómkálshaus
gulrót
laukur
blaðlaukur
hvítlauksrif
vatn
rjómi frá Gott í matinn
grænmetisteningar
smjör
ólífuolía
salt, pipar og hvítlauksduft
brauðteningar

Skref1

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Skerið blómkálið niður í munnstóra bita og raðið þeim í ofnskúffu.
  • Setjið vel af ólífuolíu yfir og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk og bakið í ofninum í 20 mínútur á meðan þið undirbúið annað.

Skref2

  • Saxið lauk, blaðlauk og gulrót niður og steikið við meðalhita upp úr vel af smjöri, kryddið eftir smekk.
  • Þegar blandan fer að mýkjast má rífa hvítlaukinn yfir og steikja stutta stund áfram.
  • Hellið því næst vatninu yfir og setjið teningana saman við, náið upp suðunni og lækkið hitann síðan alveg niður og leyfið þessu að malla í um 15 mínútur.
  • Bætið ¾ af blómkálsbitunum í pottinn þegar þeir eru búnir að vera í ofninum í 20 mínútur, geymið restina til að skreyta með.

Skref3

  • Maukið síðan allt grænmetið í pottinum með töfrasprota, náið upp hitanum að nýju, bætið rjómanum saman við og smakkið til með kryddum.
  • Berið fram í skálum með ofnbökuðu blómkáli og brauðteningum á toppnum.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir