Skref1
- Stillið ofninn á 175°.
- Klæðið lausbotna hringform sem er um 24 cm í þvermál með bökunarpappír.
- Þrýstið kexmulningnum á botninn og upp með köntunum.
- Bakið í 10 mínútur.
- Takið úr ofninum og lækkið hitann í 150°.
Skref2
- Bræðið súkkulaðið á lágum hita.
- Hrærið saman á meðan rjómaosti, grískri jógúrt og sykri.
- Bætið eggjum, sítrónuberki og hvíta súkkulaðinu saman við. Hrærið.
- Hellið ofan á forbakaðan botninn. Setjið formið frekar neðarlega í ofninn og bakið í 30-40 mínútur. Látið kólna.
Skref3
- Léttþeytið rjómann.
- Blandið sýrðum rjóma saman við ásamt vanillusykri.
- Breiðið yfir kökuna og sáldrið bláberjum þar ofan á.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir