Menu
Bollakökur með karamellu og pekanhnetum

Bollakökur með karamellu og pekanhnetum

Þessi uppskrift dugar í um 24 stk.

Einnig er hægt að gera tveggja laga köku og þá er deiginu skipt niður í tvö meðalstór bökunarform og þarf lengri bökunartíma.

Innihald

1 skammtar

Bollakökur:

Ristaðar karamelluhnetur
Smjör
Hveiti
Maldon salt
Lyftiduft
Sykur
Púðursykur
Egg við stofuhita
Vanilludropar
Mjólk við stofuhita
Pekanhnetur

Rjómaostakrem:

Rjómaostur frá Gott í matinn, við stofuhita
Smjör, við stofuhita
Vanilludropar
Flórsykur

Karamella:

Sykur
Smjör
Rjómi frá Gott í matinn, við stofuhita

Skref1

  • Ofninn stilltur á 180°C
  • Bræðið smjörið í potti undir meðalhita þangað til smjörið er bráðnað og orðið dökkt að lit, setjið síðan smjörið í skál og látið kólna, skafið smjörið vel úr pottinum og líka það brúna sem er í botninum.
  • Hrærið hveiti, lyftidufti, salti og sykri vel saman.
  • Hrærið eggin, mjólkina og vanilludropana saman í sér skál, bætið svo við smjörinu þegar það hefur náð stofuhita, einnig er mikilvægt að eggin og mjólkin séu við stofuhita.
  • Blandið því síðan saman við hveitiblönduna og hrærið þangað til allt er vel blandað saman.
  • Saxið pecanhneturnar niður í litla bita og bætið saman við deigið, hrærið þangað til þær hafa blandast vel saman við.
  • Setjið deigið í bollakökuform og bakið í um 18-22 mínútur eða þar til þær eru orðnar ljósbrúnar að lit.

Skref2

  • Útbúið rjómaostakremið á meðan kökurnar kólna.
  • Blandið saman rjómaostinum, smjöri og vanilludropum þangað til að blandan er orðin mjúk og létt.
  • Bætið flórsykrinum saman við, smá og smá í einu og hrærið vel á milli á litlum hraða.
  • Skafið hliðarnar á skálinni vel og hrærið á miklum hraða í 2 mínútur eða þangað til kremið er orðið mjúkt og létt.

Skref3

  • Sprautið kreminu á bollakökurnar og veltið þeim svo upp úr niðurskornum ristuðum karamelluhnetum og setjið síðan rúmlega 1 msk. af karamellu yfir

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir