Menu
Bollakökur með súkkulaðifyllingu og jarðarberjarjóma

Bollakökur með súkkulaðifyllingu og jarðarberjarjóma

Gómsætar bollakökur sem skemmtilegt er að baka. Það er mjög sniðugt að lesa alla uppskriftina í gegn áður en þið byrjið.

Innihald

1 skammtar

Bollakökur:

smjör við stofuhita
sykur
egg
hveiti
lyftiduft
mjólk
brætt hvítt súkkulaði
vanilludropar

Súkkulaðifylling:

eggjarauður
flórsykur
dökkt súkkulaði
smjör
vanilludropar

Jarðarberjarjómi:

þeyttur rjómi
flórsykur
vanilludropar
maukuð jarðarber (5-6 jarðarber)

Bollakökur

  • Hrærið sykur og smjör vel saman þangað til blandan er orðin ljós og létt.
  • Bætið saman við eggjum, einu í einu og hrærið vel á milli. Hrærið í rúmar 2 mín. eftir hvert egg.
  • Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið saman við.
  • Blandið saman hveiti og lyftidufti og bætið saman við ásamt mjólkinni, smá og smá í einu og hrærið vel á milli.
  • Bætið því næst vanilludropum saman við.
  • Setjið deigið í formin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3. Bakið í 18-20 mín.
  • Takið út og kælið alveg.

Súkkulaðifylling

  • Súkkulaðifyllingin á að vera í þykkara lagi svo hægt sé að sprauta henni auðveldlega ofan í bollakökurnar.
  • Hægt er að þykkja súkkulaðifyllinguna með því að bæta saman við flórsykri en þá þarf oft að setja örlítið kakó á móti, best er að smakka kremið áður en það er gert. Stundum er líka nóg að láta súkkulaðifyllinguna standa aðeins og þá þykknar hún.
  • Þegar bollakökurnar hafa verið kældar vel þá þarf að taka innan úr þeim. Gott er að nota stóran sprautustút til þess að þrýsta ofan í bollakökuna og snúa honum þá ertu búin að taka nægilega mikið innan úr hverri köku. Þó er hægt að nota hvaða aðferð sem hentar hverjum og einum. Geymið það sem þið takið úr því það er notað til þess að loka gatinu þegar búið er að sprauta súkkulaðifyllingunni ofan í.
  • Setjið súkkulaðifyllinguna í sprautu eða sprautupoka og fyllið hverja bollaköku fyrir sig, lokið svo fyrir.
Súkkulaðifylling

Jarðarberjarjómi

  • Best er að þeyta rjómann þar til hann er næstum því alveg tilbúinn, þá bætið við flórsykrinum.
  • Því næst bætið þið við maukuðu jarðarberjunum og vanilludropunum með sleif, hrærið þangað til jarðarberin hafa blandast vel saman og rjóminn hefur fengið fallegan bleikan lit.
  • Setjið um 1 msk. af jarðarberjarjóma á hverja köku. Flott er að skreyta með jarðarberjum, heilum dýfðum í súkkulaði, skornum niður eða eins og ykkur dettur í hug.
  • Geymið kökurnar inn í ísskáp þangað til þær eru bornar fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir