Menu
Bolluhringur

Bolluhringur

Það er fátt betra en nýbakaðar bollur með smjöri og osti! Það er gaman að breyta aðeins út af vananum og í stað þess að gera stakar bollur að gera bolluhring eða annað slíkt. Hér lék ég mér aðeins með mismunandi fræ ofan á bollurnar og það kom skemmtilega út. Síðan er bara að njóta þeirra með nóg af smjöri og osti, namm!

Innihald

1 skammtar
smjör
nýmjólk
þurrger (12 g)
hveiti
sykur (+ 1 msk.)
egg (pískað)
fræ að eigin vali

Skref1

  • Bræðið smjörið og hellið mjólkinni saman við þar til blandan er ylvolg.
  • Takið hana þá af hellunni, setjið 1 msk. af sykri saman við og þurrgerið, hrærið saman og leyfið að standa í nokkrar mínútur.

Skref2

  • Setjið hveiti, sykur og salt í hrærivélarskálina og blandið saman með króknum.
  • Hellið mjólkurblöndunni saman við og hnoðið í deig.
  • Smyrjið skál að innan með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr henni, plastið skálina og leyfið deiginu að hefast í eina klukkustund.

Skref3

  • Mótið þá um 17 bollur og raðið á bökunarpappír í hring, leyfið að hefast að nýju í 45 mínútur.
  • Hitið ofninn í 220°C og áður en þið setjið bollurnar í ofninn má pensla þær með eggi og setja á þær fræ að eigin vali sé þess óskað.
  • Bakið í um 12 mínútur og njótið með smjöri og Brauðosti!
Skref 3

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir