Menu
Bollur með eplamauki og rjómaostaglassúr

Bollur með eplamauki og rjómaostaglassúr

Uppskriftin gerir um 24 bollur.

Innihald

1 skammtar
Smjör
Mjólk
Þurrger
Sykur
Kardimommukrydd
Salt
Hveiti

Eplamauk:

Epli, afhýtt, kjarnhreinsað og skorið í smáa bita
Kanill
Sykur

Rjómaostaglassúr

Hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Mjúkt smjör, skorið í bita
Flórsykur

Skref1

  • Setjið mjólkina saman við brætt smjörið.
  • Passið að vökvinn sé ekki of heitur.
  • Blandið geri, sykri, salti og kardimommukryddi saman við. Hrærið.
  • Setjið hveitið saman við smátt og smátt.
  • Þið þurfið kannski ekki allt magnið sem upp er gefið.
  • Betra að deigið sé í blautari kantinum þegar það fer í hefingu.
  • Látið deigið hefast í skálinni undir plastfilmu í 45 mínútur.

Skref2

  • Hrærið saman eplabitum, sykri og kanil.

Skref3

  • Hnoðið deigið niður og búið til langa pylsu.
  • Skiptið henni niður í 24 jafna bita og mótið bollur.
  • Setjið þær á bökunarplötu klædda bökunarpappír.

Skref4

  • Klippið kross í bollurnar og ýtið gatinu í sundur með puttunum.
  • Setjið 1 góða tsk. af eplamaukinu ofan í gatið.
  • Látið bollurnar hefast í 20-30 mínútur.
  • Penslið kantana með pískuðu eggi og bakið í 10-12 mínútur við 230°.

Skref5

  • Hrærið öllu saman sem á að fara í glassúrið og setjið á bollurnar þegar þær hafa kólnað.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir