Marengsbotn
- Hitið ofninn í 150 gráðu hita (með blæstri) og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
- Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til marengsinn verður stífur og stendur.
- Blandið kókosmjölinu saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast saman.
- Myndið hring á bökunarpappírinn, gott er að nota kringlótt kökuform til að móta marengsinn eftir.
- Setjið marengsinn á formið og bakið í um það bil 50 mínútur eða þar til marengsinn er þurr viðkomu.
- Kælið marengsinn alveg áður en þið takið hann af bökunarplötunni svo hann brotni ekki, setjið á botninn kaldann.
Krem
- Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita þar til súkkulaðið er alveg bráðnað.
- Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
- Blandið súkkulaðinu varlega saman með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast saman.
- Setjið kremið á botninn.
Toppur
- Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og stendur en passið ykkur á því að þeyta hann ekki of mikið.
- Grófsaxið Bounty súkkulaðið niður og setjið ofan á marengsinn ásamt súkkulaðisírópinu.
- Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir