Menu
Bragðmiklar hasselback kartöflur með osti og bökuðum rauðlauk

Bragðmiklar hasselback kartöflur með osti og bökuðum rauðlauk

Fyrir 6

Innihald

1 skammtar
smáar kartöflur (600-800 g)
vænir rauðlaukar
Bragðmikill stífur ostur, t.d. Óðals Tindur eða sterkur Gouda
smjör, brætt
Salt og pipar
Steinselja til skrauts

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður með blæstri

Skref2

  • Skerið þunnar rifur í kartöflunar og gætið þess að skera ekki alla leið í gegn.
  • Skerið ostinn í litla bita og stingið 3-4 bitum í hverja kartöflu.
  • Leggið kartöflurnar í eldfast mót og setjið laukinn í bátum inn á milli.
  • Hellið bræddu smjöri yfir allt saman og kryddið með salti og pipar.

Skref3

  • Bakið í 40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn.
  • Stráið steinselju yfir og berið fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir