Menu
Brauðbollur með jógúrt og hunangi

Brauðbollur með jógúrt og hunangi

Sérlega bragðgóðar og dúnmjúkar morgunbollur sem er fljótlegt að gera og þarf ekki að hnoða. Þær má annað hvort útbúa kvöldinu áður og láta hefast inni í ísskáp yfir nótt eða láta þær lyfta sér við stofuhita. Ómótstæðilegar nýbakaðar með smjöri og osti.

Einföld uppskrift gerir 10 bollur.

Innihald

1 skammtar
volgt vatn
hunang
þurrger
Léttmáls grísk jógúrt
hveiti
salt
birkifræ eða önnur fræ

Skref1

  • Hrærið saman í stórri skál; volgu vatni, geri og hunangi og látið standa í 5 mínútur eða þar til gerið leysist upp.
  • Hrærið út í grísku jógúrti, hveiti og salti með sleif þar til deigið er komið saman. Það á að vera frekar blautt.
  • Leggið plastfilmu þétt yfir skálina og látið hefast við stofuhita í eina klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast. Deigið má líka setja í ísskáp yfir nótt.

Skref2

  • Hitið ofn í 200 gráður með blæstri.
  • Hellið deiginu á hveitistráð borð og mótið lauslega 10 bollur úr því.
  • Reynið að meðhöndla deigið eins lítið og hægt er og dýfið hverri bollu í birkifræin.
  • Bakið bollurnar í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til þær eru fallega gylltar.
Skref 2

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir