Menu
Brauðkörfur með laxafyllingu

Brauðkörfur með laxafyllingu

Öðruvísi smáréttur sem hentar fullkomlega á veisluborðið eða sem forréttur þegar von er á gestum.

Innihald

15 skammtar

Körfur

ólífuolía til að pensla brauðið
franskbrauðssneiðar

Fylling

salt og pipar
reyktur lax, skorinn í fína strimla
íslenskur mascarponeostur
grísk jógúrt eða 1 dós sýrður rjómi frá Gott í matinn
fínt rifinn sítrónubörkur
sítrónusafi
vorlaukar fínt saxaðir, eða sambærilegt magn af graslauk, geymið 1/2 matskeið til skreytingar

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Notið glas eða málmhring sem er u.þ.b. 7 cm í þvermál til þess að skera kringlóttar sneiðar innan úr brauðsneiðunum.
  • Fletjið sneiðarnar með kökukefli og penslið þær með olíu.
  • Þrýstið þeim niður í lítil mót sem búið er að pensla með olíu.
  • Tilvalið er að nota kökumót fyrir litlar múffur.
  • Bakið í 9–11 mínútur, eða þar til brauðið hefur tekið á sig gylltan lit.
  • Látið kólna.

Skref2

  • Hrærið saman mascarponeosti, grískri jógúrt, laxi, sítrónuberki, sítrónusafa og vorlauk.
  • Saltið og piprið.
  • Setjið fyllinguna í körfurnar.
  • Hentugt er að nota sprautupoka með breiðum stút til þess.
  • Dreifið vorlauk yfir til skreytingar.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir