Hér sameinast eitthvað það besta og vinsælasta á veisluborðum, brauðtertan og ostasalatið og útkoman er stórkostleg. Það er um að gera að nota þá osta sem ykkur þykja bestir, en í þessari uppskrift fær Dala Camembert að njóta sín ásamt kryddostum. Það er líka gaman að bera þessa tertu fram fyrir grænmetisætur þar sem hún inniheldur ekkert kjöt eða fisk eins og algengt er með brauðtertur.
rúllutertubrauð eða 1 hefðbundið brauðtertubrauð | |
Dala Camembert | |
hvítlauksostur frá MS | |
piparostur frá MS | |
græn paprika | |
stór rauðlaukur | |
20-30 | rauð eða græn vínber |
góð handfylli | fersk steinselja |
sýrður rjómi 18% | |
majónes | |
• | spírur, graslaukur, rauðlaukur, tómatar og steinselja til skrauts |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir