Menu
Brokkólíbitar með stökkum osti

Brokkólíbitar með stökkum osti

Eins og margir vita er brokkólí algjör ofurfæða, ríkt af A, C, E vítamínum, ásamt járni og fólinsýru. Brokkólí inniheldur einnig prótein sem er alltaf kostur. Ég gufusýð oft brokkólí í 7-10 mínútur og hef sem meðlæti með mat því það er auðveldara að borða það þannig heldur en hrátt, sérstaklega fyrir börn en þessir bitar eru einnig í algjöru uppáhaldi, einfalt og gott meðlæti með öllum mat.

Innihald

1 skammtar
brokkólí / spergilkál
rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn

Aðferð

  • Byrjið á að skera brokkólíið niður í hæfilega stóra bita og gufusjóðið í um 8 mínútur.
  • Leggið bökunarpappír á bökunarplötu og dreifið úr brokkólíinu.
  • Notið glas og þrýstið botninum á hvern bita til að fletja brokkólíið aðeins út svo osturinn tolli betur á hverjum bita.
  • Dreifið rifnum osti yfir brokkólíbitana og bakið við 200°C í um 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.
Aðferð

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 2,3 g - Prótein: 14,5 g - Fita: 7,2 g - Trefjar: 4,1 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Brokkolí bitar.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga