Menu
Brownie með Marsbitum

Brownie með Marsbitum

Ekta brownie sem öllum þykir góð. Þessi hverfur fljótt í boðum. Einn Marsbiti fer í hvern kökubita.

Innihald

1 skammtar
Smjör
Súkkulaði
Hveiti
Sykur
Lyftiduft
Egg
Mars súkkulaðistykki

Skref1

  • Hitið ofn í 160 gráður.
  • Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti. Látið blönduna kólna svolítið.
  • Hrærið þurrefni saman í skál.
  • Hellið súkkulaðiblöndunni saman við þurrefnin og brjótið eggin eitt af öðru út í.
  • Hrærið vel en varlega og ekki of lengi.

Skref2

  • Skerið Mars stykkin í um hálfs sentimetra þykka bita.
  • Hellið kökudeiginu í aflangt form, leggið Mars bitana í þrjár til fjórar raðir ofan á deigið og alla leið niður.
  • Bakið í um 30 mínútur eða þar til kakan er orðin bökuð að ofan en mjög mjúk í miðjunni.
  • Stingið í hana með bökunarprjóni og hann skal koma örlítið óhreinn út.
  • Gætið að því að baka kökuna alls ekki of lengi því þá missir hún mýktina sem skiptir öllu máli.

Skref3

  • Kælið og skerið í litla bita þannig að einn Mars moli sé í hverri sneið. Raðið fallega á bakka, stráið flórsykri eða kakói yfir.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir