Þetta er sumar á diski. Það er dásamlega gott að grilla brauðið á útigrilli og baka tómatana í fati á grillinu líka. Svo er þetta bara spurning um að raða saman þessari fallegu bruschettu og bragðlaukarnir dansa. Rjómaosturinn verður einstaklega ljúffengur og léttur í sér þegar hann er þeyttur og smellpassar með bökuðum tómötum og dropa af hunangi. Þið verðið að prófa.
Smáréttur fyrir 4-6
kirsuberjatómatar | |
hvítlauksrif | |
• | ólífuolía |
• | salt og pipar |
• | ferskt timían |
hreinn rjómaostur frá MS | |
• | fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu |
rjómi frá Gott í matinn | |
• | salt og pipar |
baguette brauð | |
• | hunang |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir