Menu
Bruschetta snittur með þeyttum rjómaosti og bökuðum tómötum

Bruschetta snittur með þeyttum rjómaosti og bökuðum tómötum

Þetta er sumar á diski. Það er dásamlega gott að grilla brauðið á útigrilli og baka tómatana í fati á grillinu líka. Svo er þetta bara spurning um að raða saman þessari fallegu bruschettu og bragðlaukarnir dansa. Rjómaosturinn verður einstaklega ljúffengur og léttur í sér þegar hann er þeyttur og smellpassar með bökuðum tómötum og dropa af hunangi. Þið verðið að prófa.

Smáréttur fyrir 4-6

Innihald

4 skammtar

Bakaðir tómatar

kirsuberjatómatar
hvítlauksrif
ólífuolía
salt og pipar
ferskt timían

Þeyttur rjómaostur

hreinn rjómaostur frá MS
fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu
rjómi frá Gott í matinn
salt og pipar

Baguette

baguette brauð
hunang

Skref1

  • Byrjið á að baka tómatana. Mér finnst gott að setja þá á grillið í stálfati en það má líka baka þá í ofni.
  • Skerið tómatana í tvennt, setjið í fat ásamt heilum hvítlauksrifjum, hellið vel af ólífuolíu yfir þá, kryddið með timían, salti og pipar.
  • Bakið í 45-60 mínútur við 150 gráður eða þar til vel mjúkir og krumpaðir.
  • Takið úr ofninum og stappið hvítlauksrifin saman við safann sem er í botninum.

Skref2

  • Gerið þeytta rjómaostinn.
  • Setjið öll hráefnin saman í skál og þeytið með handþeytara þar til létt og vel blandað saman.

Skref3

  • Skerið brauðið í sneiðar, penslið með smá ólífuolíu og grillið eða brúnið létt á pönnu.
  • Setjið snitturnar saman, smyrjið þunnu lagi af rjómaosti á hverja sneið og toppið með bökuðum tómötum, fersku timíani og setjið að lokum smá hunangsdropa yfir og sjávarsalt.

Smá tvist

  • Það má líka smyrja þeytta rjómaostinum í fat eða skál og toppa svo með bökuðu tómötunum, bara passa að leyfa þeim að ná stofuhita fyrst.
  • Bera svo fram með grilluðu snittubrauði – ítölsk eðla eins og hún gerist best!
Smá tvist

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir