Skref1
- Byrjið á að elda kjúklingabringurnar í gegn.
Skref2
- Rífið eða saxið salatið og leggið á fat eða stóran disk.
- Saxið tómatana og vorlaukinn frekar smátt og dreifið yfir salatið.
Skref3
- Bræðið smjörið í litlum potti og hellið buffaló sósunni yfir og pískið vel saman við smjörið.
- Hellið sósunni svo yfir eldaðar kjúklingabringurnar og veltið þeim vel upp úr sósunni.
- Skerið bringurnar svo í þunnar sneiðar og leggið ofan á salatið. Myljið gráðaostinn að lokum yfir.
Skref4
- Stappið gráðaostinn í skál með gaffli.
- Blandið majónesi, sýrðum rjóma, ediki, salti og pipar saman við.
- Þynnið með mjólk þar til sósan er eins og þið viljið hafa hana. Ég miða við að sósan sé á þykkt við súrmjólk eða þar um bil.
- Hellið svolitlu af sósunni yfir salatið og berið restina fram með því.
- Svo er gott að fá sér smá auka buffaló hot sauce yfir ef maður vill hafa salatið vel sterkt.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir