Menu
Cajun kjúklingapasta

Cajun kjúklingapasta

Bragðmikill og virkilega bragðgóður pastaréttur sem tekur enga stund að útbúa.

Innihald

1 skammtar
Tagliatelle pasta
Kjúklingabringur
Olía
Cajun krydd
Papriku krydd
Hvítlaukur, rifinn
Salt og pipar

Sósa

Smjör
Hvítlaukur, rifinn
Paprikuostur
Rjómaostur frá Gott í matinn
Matreiðslurjómi frá Gott í matinn
Cajun krydd
Paprikukrydd
Chilli duft
Sítrónubörkur
Sítrónupipar
Salt og pipar

Toppur

Steinselja, söxuð
Parmesanostur, rifinn
Tómatar, skornir

Skref1

  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, ásamt 1 msk. af olíu og smá salti.
  • Skerið hverja bringu í 3-4 bita og setjið í skál ásamt rifnum hvítlauk, olíu og kryddum. Hrærið öllu vel saman. Gott er að láta kjúklinginn liggja örlitla stund í kryddinu, en þó ekki nauðsynlegt.
  • Steikið kjúklinginn. Gott er að hafa í huga að steikja kjúklinginn ekki of lengi svo hann verður ekki of þurr.

Skref2

  • Setjið smjör á pönnu og steikið rifinn hvítlauk upp úr smjörinu.
  • Skerið paprikuost í teninga og setjið saman við ásamt rjómaosti og matreiðslurjóma.
  • Hrærið þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg og hefur blandast vel saman við rjómann.
  • Blandið kryddum saman við ásamt sítrónuberki.
  • Gott er að smakka sósuna af og til og bæta þá við kryddum eftir smekk. Þeir sem vilja hafa sósuna extra sterka geta sett meira af Cajun kryddi og chilli.

Skref3

  • Þegar pastað hefur náð að sjóða, hellið þá vatninu af pastanum og blandið því saman við sósuna.
  • Hrærið vel í svo að sósan þekji pastað vel.
  • Setjið pastað í skál, skerið kjúklinginn í bita, grófsaxið steinselju og setið ofan á ásamt parmesanosti og tómötum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir