Skref1
- Blandið þurrefnunum saman.
- Hellið volgu vatni og matarolíu saman við og hrærið vel með króknum.
Skref2
- Smyrjið stóra skál með matarolíu, hnoðið deigið aðeins saman og mótið kúlu, rúllið kúlunni í skálinni svo hún hjúpist með olíu og setjið plast yfir skálina.
- Leyfið að hefast í klukkustund.
Skref3
- Skiptið niður í 5 hluta og fletjið deigið út svo það myndi um 30-35 cm hringi í þvermál.
Skref4
- Smyrjið pizzasósu á helminginn af hringnum og skiljið um 1,5 cm eftir af kantinum til að auðveldara sé að klemma saman í lokin.
Skref5
- Stráið mozzarella osti, saxaðri basiliku, niðurskornum kirsuberjatómötum og mozzarella perlum ofan á pizzasósuna og klemmið vel saman svo úr verði hálfmáni. Gott er síðan að ýta með sleifarskafti um 2 cm inn á allan kantinn bæði til að klemma deigið betur saman og gera fallegt mynstur.
Skref6
- Penslið hálfmánann með ólífuolíunni, berið smá pizzasósu á hluta af deiginu og stráið síðan mozzarella osti og mozzarella kúlum yfir.
- Bakið við 225°C í 15-20 mínútur eða þar til deigið fer að gyllast og osturinn að brúnast.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir