Menu
Candy Cane ostamús

Candy Cane ostamús

Jólalegur eftirréttir fyrir 4-5. 

Gott er að gera ostamúsina daginn áður.

Innihald

1 skammtar
Oreo kexkökur
Smjör, bráðið
Hvítt súkkulaði
Rjómi frá Gott í matinn
Flórsykur
Rjómaostur frá Gott í matinn
Myntudropar

Skref1

  • Setjið Oreo kexkökur í matvinnsluvél og hakkið þar til þær verða fínmalaðar.
  • Bræðið smjör og hrærið saman við Oreo kexkökurnar.
  • Setjið 1-2 msk. af Oreo í hvert glas fyrir sig og þjappið örlítið kexblöndunni niður í botninn.

Skref2

  • Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði eða yfir lágum hita þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
  • Setjið súkkulaðið svo til hliðar á meðan þið undirbúið rest og látið súkkulaðið ná stofuhita.

Skref3

  • Þeytið rjóma þar til hann er nánast stífur og blandið flórsykri saman við og hrærið með sleif.
  • Hrærið rjómaost þar til hann verður mjúkur og sléttur.
  • Blandið hvíta súkkulaðinu saman við rjómaostinn og hrærið vel saman ásamt myntudropunum.
  • Blandið rjómanum varlega saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Ef þið viljið hafa ostamúsina tvílita þá þurfið þið sprautupoka. Dýfið tannstöngli ofan í gel matarlit og setjið rönd upp eftir pokanum af matarlit. Setjið ostamúsina ofan í pokann og sprautið henni í glösin. Skreytið með Candy cane brjóstsykri og rauðum sprinkles eða Jimmy´s.
Skref 3

Skref4

  • Kælið ostamúsina í 2 klst. Geymið í kæli þar til ostamúsin er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir